Í dag er ég áhyggjufullur granni, ég bý í blokk. Á daginn, á kvöldin og svo í nótt er einhver sem þrammar um gólf og slær hælum fast niður. Ég hef reynt að hlusta eftir því hvort um sé að ræða morsmerki en þar sem ég kann ekki morstáknin gæti ég ekki hjálpa og þar af leiðandi hefur það nú víst lítið uppá sig að hlusta. Stundum sé ég fyrir mér stúlku í neyð að kalla með hælunum eftir hjálp en hún segir aldrei neitt slær bara sínum þungu hælum í gólfið lon og don. Stundum eru þessi merki greinileg eftir ganginum uppi. Vá ég er farin að halda að alvarlegt svefnleysi hrjái viðkomandi. Það heyrist að öðru leiti ekkert annað. Bara þessi takt-fasti taktur eða dynkur í gólfið/ loftið. Á ég að láta þetta eiga sig eða á ég að banka uppá á hæðinni fyrir ofan og spyrja ? neibb ég læt þetta eiga sig. Hver er sinnar gæfu smiður eins og einhver sagði.
Ég kíkti aðeins á húsið mitt áðan, þurfti að skjótast þangað með Svani bróður Bó míns. Þegar ég kom inn þyrmdi yfir mig, þetta getur ekki orðið íbúðarhæft, no way!!!!........ maður sér nánast til Nýja Sjálands..... búið að grafa og grafa en samt það bólar ekkert á manninum sem er á kaupi hjá okkur, þ.e.a.s. verkfræðingnum. Ég er allavega viss um að hann er undir gólfplötunni en það er bara svo djúpt á honum. Allavega hefur ekkert spurst til hans.
Flokkur: Bloggar | 26.9.2008 | 19:55 (breytt 27.9.2008 kl. 08:32) | Facebook
336 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Rebekka komin heim
- Dröfn Hilmarsdóttir í USA Bakpokaferðalangur
- Guðrún sys Systir mín í Hafnarfirði
- Ljósmyndasíða Björgvins flottar myndir Ljósmyndasíða
- Tollý og Haukur í byggingarframkvæmdum
- Skottan mín á Hellu Hörkudugleg stelpa.
- Marcus Venö frændi í Danmörku Sonur Sveinbjörns og Jennýar í DK
Hér þarf lykilorð
- Herramaðurinn Ólafur Grettir frændakrútt Sonur Vals og Hönnu
- Stefán Þór og Ágúst Jón Dranghólabræðurnir
Fróðleikur
- Klukkan á ýmsum stöðum í heiminum Klukkan í veröldinni
- Vísindavefurinn Allt milli himins og jarðar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð krútta. Hún Sigurlín vinkona okkar benti mér á þessa síðu.
Spurning að tékka á nágrannan og ath hvort viðkomandi sé ekki vinsamlegast til í að senda reykmerki næst þar sem þú skilur ekkert í morskódinu?? Bara pæling sko.
Góða helgi Sammý mín
Tína, 26.9.2008 kl. 22:34
Vinkona mín býr í blokk á suðurnesjunum og í blokkinni á móti bjó lengi vel pólverji sem spókaði sig fáklæddur kvölds og morgna og gladdi augu hennar ómælt (enda einhleyp konan) en nú er gaurinn fluttur út og það eina sem hún sér eru tómir gluggarnir. Stelpugreyið! Já það er margt sem fylgir því að búa í blokk! ;-)
Birna María (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.