Fjallageitin Sammý

Ég er orðin fjallageit og ekkert annað. Þeytist hér um fjöll og firnindi alveg að springa en læt mig hafa það því þann 1. maí ÆTLA ég að ganga upp á Hvannadalshnjúkinn og ekkert annað.

Búin að vera í stöðugri æfingu með göngugörpum bankans en ég er aftur á móti hálfgerður garmur eða bara harmur......  En þetta hefst vonandi enda ekki margir dagar eftir í þjálfun.

Það koma myndir síðar.

kv. og GLEÐILEGT SUMAR


Góður granni

Í dag er ég áhyggjufullur granni, ég bý í blokk. Á daginn, á kvöldin og svo í nótt er einhver sem þrammar um gólf og slær hælum fast niður. Ég hef reynt að hlusta eftir því hvort um sé að ræða morsmerki en þar sem ég kann ekki morstáknin gæti ég ekki hjálpa og þar af leiðandi  hefur það nú víst lítið uppá sig að hlusta. Stundum sé ég fyrir mér stúlku í neyð að kalla með hælunum eftir hjálp en hún segir aldrei neitt slær bara sínum þungu hælum í gólfið lon og don. Stundum eru þessi merki greinileg eftir ganginum uppi. Vá ég er farin að halda að alvarlegt  svefnleysi hrjái viðkomandi. Það heyrist að öðru leiti ekkert annað. Bara þessi takt-fasti taktur eða dynkur í gólfið/ loftið. Á ég að láta þetta eiga sig eða á ég að banka uppá á hæðinni fyrir ofan og spyrja ? neibb ég læt þetta eiga sig. Hver er sinnar gæfu smiður eins og einhver sagði.

Ég kíkti aðeins á húsið mitt áðan, þurfti að skjótast þangað með Svani bróður Bó míns. Þegar ég kom inn þyrmdi yfir mig, þetta getur ekki orðið íbúðarhæft, no way!!!!........ maður sér nánast til Nýja Sjálands..... búið að grafa og grafa en samt það bólar ekkert á manninum sem er á kaupi hjá okkur, þ.e.a.s. verkfræðingnum. Ég er allavega viss um að hann er undir gólfplötunni en það er bara svo djúpt á honum. Allavega hefur ekkert spurst til hans.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband